Oedipus Industrius Aenigmatum Islandicorum

Authors

  • Dr Philip Lavender Independent Scholar Author

Abstract

Í þessari grein birtist texti og ensk þýðing á skýringum Björns Jónssonar á Skarðsá (1574–1655) á gátum í Hervarar sögu og Heiðreks konungs. Björn var einn virtasti fræðimaður sinnar tíðar og vann ýmis lærdómsverk að beiðni mikilsvirtra fræðimanna og klerka. Sú gæti vel verið raunin með sérkennilegar skýringar hans á Gátum Gestumblinda, sem sendar voru Ole Worm í Kaupmannahöfn skömmu eftir að Björn lauk við þær árið 1641. Í inngangi að textanum er sett fram greining á þeim handritum sem til eru og úr henni unnið stemma (og fyllt upp í ákveðin vafamál sem eftir standa frá vinnu Jóns Helgasonar í tengslum við Hervarar sögu). Því næst er fjallað um aðstæður þær sem leiddu til ritunar skýringanna, sem og mat á þeim aðferðum sem notast er við í þeim. Sérstaklega athyglisverð er tilhneiging Bjarnar til að sjá orðsifjatengsl og bera kennsl á hljóð-táknræna framsetningu í þeim orðaforða sem valinn er, en allt til þessa dags hefur lítið verið hirt um þá túlkunaraðferð á íslenskum miðaldakveðskap. 

Downloads

Published

2021-06-07

Issue

Section

Articles