Halldór Jakobsson on truth and fiction in the sagas (1789)

Halldór Jakobsson — um sannleik og skáldskap í sögunum (1789)

Authors

  • Professor Shaun F. D. Hughes Professor at Department of English, Purdue University Author

Abstract

Handritið Icel. 32 í Houghton bókasafninu við Harvardháskóla hefur einkum að geyma fornaldarsögur með hendi Halldórs Jakobssonar (1734–1810). Halldór sjálfur bætti við formála sem hér er gefinn út og þýddur í viðauka. Í þessum formála reynir Halldór að flokka sögurnar eftir því hversu mikið sannleiksgildi þeirra er. Hann hefur ekkert á móti skáldsögum/lýgisögum en telur að það ætti að viðurkenna að þær eru til skemmtunar og ekki sögulegar heimildir. Greinin fjallar því næst um eðli sagnfræðinnar og þær áskoranir sem fyrstu sagnfræðingar Norðurlanda þurftu að fást við. Þeirra á meðal var Þormóður Torfason sem fyrst og fremst þurfti að treysta á fornaldarsögur sem heimildir fyrir fornsögu Skandinavíu. Skilin á milli sagnfræði og skáldskapar urðu enn óskýrari þegar bókin Robinson Crusoe kom út árið 1719, og þess bókaflóðs (svo-kallaðra ‘Robinsonades’) sem í kjölfar hennar fylgdu. Tvær slíkar bækur voru gefnar út árið 1756 á Hólum. En jafnvel þar voru lærðir menn sem áttuðu sig ekki á að sögur þessar voru skáldskapur en ekki sögulegar heimildir. Þegar dró að lokum 18. aldar voru hlutirnir farnir að breytast, og þegar Carl Christian Rafn gaf út þýðingar sína á fornaldarsögum á árunum 1822–1826, var þeim lýst sem ‘goðfræðilegum og rómantískum’ sögum. En spurningunni um hvort sögur af hinum ýmsum tegundum væru sannar eða ekki hafði enn ekki verið svarað. Árið 1886 byrjaði Sigurður Kristjánsson að birta útgáfuröð ævintýrasagna sem hann fullyrti að væru að hluta til sannar, þótt hann raunar virðist ekki hafa verið tekinn á orðinu. Enn fremur var efast um sannleiksgildi Íslendingasagna, t. d. af Sigurði Nordal í bókinni Hrafnkötlu (1940). Ekki voru allir þó reiðubúnir að samþykkja þessa þróun í rannsóknum og túlkun eins og sést t. d. í deilum sem urðu þegar Gerpla eftir Halldór Laxness var gefin út árið 1952. Ein afleiðing þessa er sú, að gjá er á milli fræðimanna sem vantreysta öllum miðaldaheimildum og áhugamanna um sagnfræði sem halda áfram að nota þessar heimildir þegar þeir rita byggðasögu.

Downloads

Published

2021-06-08

Issue

Section

Peer-Reviewed