The Icelandic Sagas and Saga landscapes
Writing, Reading and Retelling Íslendingasögur Narratives
Abstract
Markmið greinarinnar er að skoða í sömu andrá handrit og landslag í sambandi við varðveislu og viðtöku Íslendingasagna. Þannig er dregið fram mikilvægi hvorutveggja (handrita og landslags) fyrir þekkingu Íslendinga á sögunum í aldanna rás. Þess háttar nálgun gæti talist eins konar eðlilegt framhald á því sem kallast á ensku „material turn“, sem hefur haft áhrif á aðferðafræðina við rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum á seinni árum. Annarskonar aðferð, ‘hypertext theory’, er beitt til að skilja betur hvernig Íslendingar lásu eða nálguðust sögurnar, bæði innandyra og utan frá miðöldum til nútímans.