Completing Þórðar Saga Hreðu
A Regional Saga in disguise
Abstract
Í þessari grein er viðfangsefni Þórðar sögu hreðu lýst, einnig varðveislu sögunnar í tveimum gerðum, og viðtökum fræðimanna. Sérkenni gerðanna tveggja eru rædd, einkum ættfræðin í sögubrotinu. Síðan er sagt frá aðferð við að lesa söguna í heild þar sem lögð er áhersla á örnefni og staðfræði í þeim tilgangi að túlka söguna. Aðalrökin eru þau að gagnlegt sé að líta á héraðssögur sem sérstakan sagnaflokk þar sem örnefni og staðfræði eru notuð til að byggja brú á milli sögu og áheyrenda/ lesenda. Með því að nálgast Þórðar sögu á þennan hátt, væri unnt að skilja söguna í jákvæðara ljósi en gagnrýnendur oft hafa gert.