Twelfth-Century Sources for Old Norse Homilies
New Evidence from AM 655 XXVII 4to
Abstract
Rannsóknir á efniviði og uppsprettum norrænna hómilía hafa nær allar einblínt á texta sem ritaðir voru fyrir 1200 eða varðveittir eru í eldri handritum, íslenskum og norskum. Jafnan er unnt að sýna fram á að þessir elstu textar styðist við rit kirkjufeðranna eða önnur latnesk rit ármiðalda. Hins vegar er mikið rannsóknarverk óunnið hvað varðar hómilíur sem varðveittar eru í yngri miðaldahandritum, s.s. AM 655 XXVII 4to sem talið frá um 1300; í greininni er gerð grein fyrir latneskum fyrirmyndum tveggja textahluta þess. Hinn fyrri, óheil upptalning kristinna dyggða, sækir efni sitt í De sex alis cherubim, tólftu aldar ritgerð sem er að líkindum eftir Clement frá Llanthony. Hinn síðari, hómilía um boðun Maríu, er að mestu byggður á latneskri predikun hins viktorínska Absalons frá Springiersbach frá síðari hluta tólftu aldar. Áhrif þessara latnesku heimilda á íslenskar hómilíur benda til þess að íslenskir hómilíuhöfundar hafi ekki allir verið jafníhaldssamir í efnistökum og fræðimenn hafa jafnan vera látið og að þeir hafi þvert á móti nýtt sér óhikað yngri eða samtímalega guðfræði og hómilíur.