Two Exempla

Authors

  • Kirsten Wolf Department of Scandinavian Studies University of Wisconsin-Madison Author

Abstract

AM 629 4to er 17. aldar syrpa trúarlegra texta sem geymir sögur af postulunum, helgisögn um Pontíus Pílatus og tvær dæmisögur, “Exemplum af Sancte Sipriano þeim Gooda Manne” (190v−192r) og “Vmm aflastan Guds Nafns” (192r−v). Fræðimenn hafa lítt sinnt þessu handriti og einungis einn texti þess, sögnin um Pontíus Pílatus, hefur verið gefinn út. Í þessari grein eru tveir textar handritsins til viðbótar gefnir út og ræddir, þ.e. dæmisaga af heilögum Kypríanusi og Jústínu og dæmisaga af hinum unga manni sem lastaði drottins nafn. AM 629 4to er eitt til vitnis um íslenska þýðingu þessara dæmisagna. Erkiuppspretta hinnar fyrri er hin dæmigerða útgáfa sagnarinnar um heilagan Kyríanus og Jústínu (cf. BHL 2047) en hinnar síðari Díalógar Gregoríusar mikla (4. bók, 18. kafli). Sýnt er fram á að hið lágþýska Der große Seelentrost, hið sænska Siælinna thrøst og hið miðenska Handlyng Synne eftir Róbert frá Brunne eru ekki beinar fyrirmyndir íslensku gerðanna. Mögulega eiga þær rætur í lengri gerð Parabolae Ódós frá Cheriton.

Downloads

Published

2021-06-16

Issue

Section

Peer-Reviewed