The importance of marital and maternal ties in the distribution of Icelandic manuscripts from the middle ages to the seventeenth century
Abstract
Í greininni eru færð rök að því að íslenskar konur hafi fyrr á öldum gengt öllu mikilvægara hlutverki í eigendamenningu handrita en hingað til hefur verið látið í veðri vaka. Þær tengdu áhrifamiklar ættir með mægðum og erfðu, áttu og létu til arfs eftir sig handrit. Rannsókn þessi á nokkrum handritum frá fjórtándu til sautjándu aldar, s.s. spássíukroti þeirra, merkingum skrifara, eða öðru sem vísbendingar gefur um eiganda eða eigendur, sýnir að umrædd handrit tengjast aðallega kvenlegg einhverra valdamestu ætta Íslands. Einnig er sýnt að landfræðileg dreifing handritanna og aldur þeirra stendur í samhengi við misjöfn blómaskeið í handritagerð norðan, vestan og sunnan lands.