Literary, codicological and political perspectives on Hauksbók
Abstract
Hauksbók reynist hafa verið sett saman í sex áföngum. Hún er fyrst og fremst samsteypa við hæfi lærdómsmanna, enda er margt líkt með henni og alfræðiritinu Liber floridus (um 1120). Þegar áfangar í bókagerðinni eru bornir saman við lífshlaup Hauks, virðist ljóst að metnaður hans hafi verið hvatinn að bókinni. Bróðurpartur hennar er að líkindum skrifaður milli 1302 og 1308, þegar Haukur var lögmaður í Osló. Ef til vill nýtti hann sér greiðan aðgang að bókum og skrifurum til þess að treysta stöðu sína í Noregi með því að setja beinlínis saman vitnisburð um margvíslega hæfni sína. Þegar staða Hauks innan konunglegrar stjórnsýslu hafði verið tryggð til langframa með skipun hans í embætti lögmanns Gulaþings, hafði Hauksbók þjónað hlutverki sínu. Síðasta meginpóstinum er bætt í bókina árið 1311, sem var líklega fyrsta ár Hauks í nýju embætti, og hún varð ekki lengri þótt hann sæti enn áratug í sæmdum sem bókhneigður embættismaður í Björgvin.