The fantastic element in fourteenth century Íslendingasögur a survey

Authors

  • Vésteinn Ólason Author

Abstract

Rætt er um hlutverk hins furðulega eða fjarstæðukennda í bókmenntum, en til þess er talið bæði það sem er yfirnáttúrlegt og stórkostlegar ýkjur. Í Íslendingasögum frá fjórtándu öld er hlutverk hins furðulega mismikið. Í tveim sögum kemur það alls ekki fyrir, en í flestum sögum er furðum blandað í raunsæja frásögn og ýkjur miklar, einkum í upphafi sagna. Mestu skiptir hið furðulega í fjórum sögum: Grettis sögu, Kjalnesinga sögu, Þorskfirðinga sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss. Þar eiga aðalpersónur í höggi við yfirnáttúrlegar verur, og Bárður Snæfellsáss er ekki að öllu mannleg vera. Þótt furður komi fyrir í mörgum Íslendingasögum frá þrettándu öld verða áhrif furðunnar meiri í sögum fjórtándu aldar. Ástæðurnar má að líkindum rekja bæði til þess efniviðar sem skáldin höfðu úr að moða og breyttra þjóðfélagsaðstæðna.

Downloads

Published

2021-06-23

Issue

Section

Peer-Reviewed