Stylistics and sources of the Postola Sögur in AM 645 4to and AM 652/630 4to
Abstract
Þrettándu aldar safnritin, AM 645 4to AM 652 4to, sem að hluta er aðeins til í eftirritinu AM 630 4to, eru elstu varðveittu handritin af íslensku þýðingum úr latínu um lífssögu postula og annarra helgra manna. Því miður eru til fáar rannsóknir á sögum úr þessum safnritum en þær sem til eru, hafa leitt í ljós að þýðendur þeirra réðu yfir ágætri bókmenntalegri tækni og voru svo vel máli farnir að þeir gátu lagað latnesk stílbrögð og hugtök að íslensku máli á þann veg sem hentaði textum er ætlaðir voru til efitrbreytni. Frásagnir safnritanna sýna mismunandi aðlögunartækni og í þessari ritgerð greinir höfundurinn á milli þriggja flokka í textum AM 645 4to og AM 652/630 4to. Sú aðgreining byggist á stíleinkennum og hversu náið er fylgt latnesku heimildunum, sérstaklega þó Historia Apostolica sem eignuð er Abdias (Pesudo-Abdias), verki sem er frá 6. eða 7. öld. Í A flokknum (Group A) eru sögur sem eru þýddar eftir Abdias , Í þeim er að mestu dregið úr retórísku skrúði frumritsins en lögð áhersla á einfaldan frásagnarstíl og hnitmiðun samtala og frásagna af atburðum og skýra endurspeglun dæma til eftirbreytni sem eru einkennandi fyrir frumrit Abdias og eru ofin fimlega inn í lífssögu hins helga manns og hina þematísku atburðarás. Um sagnagerð af þessu tagi er Bartholomeus saga postula tekin sem dæmi og greind nákvæmlega.
Þær sögur sem heyra til B-flokknum (Group B) styðjast aðallega við texta Abdias en við þær hefur verið bætt við efni úr öðrum heimildum eað aukið við hómilíum í upphafi frásagnarinnar eða við lok hennar. Einkennandi fyrir stíl sagna í þessum flokki er meiri notkun mælskubragða en í A-flokknum . Frásagnartækni þessarar sögugerðar er stuttlega lýst með dæmum úr Andreas sögu postula og sýnt hvernig latneskur texti jarteinanna er sniðinn að þjóðtungunni í því skyni að auka leikræn áhrif eða leggja áherslu á sérstök efnisatriði.
Í C-flokk er skipað þeim sögum sem styðjast við margar aðrar heimildir en Abdias. Höfundur ætlar að sögur þessa flokks, sérstaklega Páls saga postula og Clemens saga , geti greint nánar skyldleika stíls helgisagna og Íslendingasagna , þar sem þessi gerð sagna er líkari Íslendingasögum en aðrar lífssögur helgra manna í safnritunum tveimur, sérstaklega að því er varðar þríþætta byggingu og það vægi sem samtöl og lýsingar atburða hafa í frásögninni. Allmargar athuganir höfuna lúta að því hvernig höfundarnir hafa tekið þessar frásagnartækni upp úr frumheimildum sínum eða lagað þýðingar sínar að þeim sagnhætti sem tíðkast í Íslendingasögum.
Nákvæm rannsókn textanna í AM 645 4to og AM 652/630 hefur leitt í ljós frumlega hugsun í ekki aðeins í því hvernig retórískum stílbrögðum er oft fimlega beitt heldur einnig hvernig val mælskubragðanna í þýðingunum sýnir ákveðin hárfín blæbrigði sem oft skortir í frumritunum. Höfundur þessarar greinar hvetur til að frekari rannsóknum á þessum fyrstum bókmenntum á þjóðtungunni verði haldið áfram því að slíkar rannsóknir myndu ýta til hliðar venjubundnum hugmyndum sem menn hafa um þær haft og leiða til aukins skilnings á mikilvægi þeirra og í þróun íslenskrar frásagnarlistar.