Folktale and parable:
The unity of Gautreks saga
Abstract
í grein þessari er fyrst rakið að fræðimenn hafi álitið Gautreks sögu vera samansetta af þremur sjálfstæðum þáttum: Sá fyrsti segir frá getnaði Gautreks, annar greinir frá Starkaði og loks sá þriðji sem fjallar um Ref. Höfundur er þeirrar skoðunar að þessir þættir séu samtvinnaðir og tengist efnislega hver öðrum, þar sem þeir fjalli allir um skyld hugtök og hugmyndafræði. Meginkjarni frásagnanna þriggja snýst að hyggju höfundar um að sýna bestu hliðar veraldlegs valds, menn geti öðlast sálarheill án þess að vera seldir undir ok kirkjunnar manna. Slík skoðun gat samrýmst vel áhugamálum íslenskra höfðingja á síðari helmingi 13. aldar þegar þeir allmargir áttu í stríði við biskupana um ættaróðöl sín, staðina.