,,1236 órækja meiddr ok heill gǫrr"

Authors

  • Kari Ellen Gade Author

Abstract

I grein þessari er leitað svara við fjórum spurningum: 1) hvers vegna Sturla Sighvatsson beitti svo dæmalausum og róttækum aðferðum eins og geldingu við að koma Órækju Snorrasyni frá völdum; 2) hvers vegna Sturla Þórðarson varð að ganga til skrifta hjá Magnúsi Gissurarsyni biskupi í Skálholti; 3) hvers vegna Órækja fékk svo litlar bætur meina sinna og 4) hvers vegna hann varð að fara utan en Sturla Sighvatsson virtist vera laus allra mála. Nafn greinarinnar er sótt í Flateyjarannál, þar sem vikið er að hinum illræmda atburði sem gerst er sagt frá í Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar þegar Sturla Sighvatsson lét gelda og blinda Órækju Snorrason í Surtshelli árið 1236. Mjög örðugt er að sjá að þessi atburður komi heim og saman við raunveruleikann. í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar er gefið í skyn að Þorlákur helgi eða jómfrú María hafi gjört Órækju heilan en ekki er svo að sjá að Magnús Gissurarson biskup eða Sturla Þórðarson hafi eignað árnaðarorði heilagra manna hversu vel Órækja var á sig kominn, þegar hann kom í Skálholt eftir atburðinn. Þessa atburðar er hvergi getið í jarteinabókum Þorláks helga og í Resensannál sem eignaður er Sturlu Þórðarsyni segir aðeins að Órækja hafi verið „meiddr". í annan stað ber að nefna hversu miskunnsamlega Magnús biskup leysti þá Órækju og Sturlu en fékk þeim fyrrnefnda „tíu hundruð vaðmála" í bætur fyrir þann glæp sem samkvæmt norskum og íslenskum lögum varðaði útlegð og tjáði honum að hann „myndi enga uppreist hér fá sinna mála." Höfundur þessarar greinar hyggur efalaust að Órækja hafi aldrei verið „meiddr" og þetta hafi bæði Sturla Þórðarson og Magnus biskup vitað. Fyrirmynda að þessum atburðum sé hins vegar að leita í Orkneyinga sögu. Hún greinir frá pínslum svipuðum meiðingum Órækju og voru frásagnir hennar vel þekktar með Sturlungum. Athöfnin hafi verið táknræn, en engu að síður dugað til að Órækja missti æruna og varð að fara úr landi eins og Sturla og Hákon gamli vildu.

Published

2021-07-16

Issue

Section

Peer-Reviewed