Temaet i Ramnkjells saga - Enda en gang

Authors

  • Alfred Jakobsen Author

Abstract

í upphafi greinar eru nefndir fræðimenn sem hafa lesið kristinn siðaboðskap úr Hrafnkels sögu, og enn aðrir sem hafa talið að sagan fjalli um vandræði sem völd leiða af sér og líta á hana sem stjórnmálalexíu. Greinarhöfundur fyllir flokk þeirra sem telja vanda, sem af völdum leiðir, meginefni Hrafnkels sögu, og álítur að Hrafnkell hafi ekki tekið sinnaskiptum í Fljótsdal. Greinarhöfundur telur að hefndarvilji hafi stjórnað gerðum Hrafnkels og að ást hans á Frey hafi snúist í hatur; Freyr sveik hann og Hrafnkell hafði því ekki á aðra að treysta en sjálfan sig. I greininni setur höfundur fram athuganir sínar á Hrafnkels sögu sem styðja þá kenningu að skaphöfn Hrafnkels hafi ekki breyst, heldur hafi hann breytt um aðferðir til þess að fá stuðning þingmanna í Fljótsdal. Niðurstaða greinarhöfundar er sú að söguhöfundur lýsi ekki manni sem tekur sinnaskiptum til hins betra eftir ósigur og auðmýkingu, heldur sé lýst manni sem mótlætið gerir ósáttfúsan og hefnigjarnan. Að mati greinarhöfundar fjallar sagan því um þann vanda sem valdi fylgir. Söguhöfundur lætur skína í að Hrafnkell og Sámur séu líkir að skaphöfn, og af því mega lesendur álykta hver maður Hrafnkell var

Downloads

Published

2021-07-19

Issue

Section

Peer-Reviewed