Enzyklopädisches schriftum als quelle von Bergr Sokkasons Nikulás saga
Abstract
í greininni bendir höfundur á hliðstæður í Asíulýsingu í Nikulás sögu Bergs Sokkasonar ábóta í Stock. perg. 4to nr. 16 og heimsmyndarfræði í AM 764 4to. í samanburðarkaflanum hefur AM 764 4to, umfram Nikulás sögu, þátt um fuglinn Fönix. Sá þáttur er úr paradísarlýsingu á norrænu í þeirri mynd sem er í alfræði í AM 194 8vo. Greinarhöfundur ályktar út frá samanburðinum að í lýsingu Asíu í Nikulás sögu hafi Bergur Sokkason notað handrit með heimsmyndarfræði á norrænu sem Fönix-þátturinn var ekki í og hefur líklega verið eldra en AM 764 4to. Greinarhöfundur sýnir að lýsing Asíu og Litlu-Asíu í Nikulás sögu sé runnin úr Etymologiu Isidórs og telur að Bergur ábóti hafi farið eftir eldri norrænni þýðingu en ekki beint eftir frumtexta ísidórs. Hinsvegar er sýnt að í Stjórn er í hliðstæðum þætti notuð sjálfstæð þýðing á ísidór og með því ljóst að Bergur ábóti og ritstjóri Stjórnar I hafa unnið sín verk óháðir hvor öðrum. Ennfremur tekur greinarhöfundur dæmi um vinnubrögð Bergs og ritstjóra Stjórnar I í þætti um orminn basiliskus sem lýst er í Etymologiu ísidórs. Greinarhöfundur bendir á að flókin textasaga liggi að baki handritum með umræddri heimsmyndarfræði og telur að sú saga hefjist þegar á 13. öld.