Vier gedichte für eine Hochzeit im Jahre 1738
Abstract
Handritið Lbs 202 fol. geymir m.a. fjögur kvæði, sem ort voru í tilefni af brúðkaupi Ingibjargar Pálsdóttur (1703-1774) og Brynjólfs Bjarnasonar (1713-1791) árið 1738. Fyrsta kvæðið (I) er eftir Erlend Ólafsson (1706-1772), en hin þrjú (II-IV) eftir bróður hans, Jón Ólafsson (1705-1779) sem kenndur er við Grunnavík. Bræðurnir, sem voru náskyldir brúðinni, bjuggu þá báðir í Kaupmannahöfn; þar hafa þeir ort kvæðin og sent síðan til íslands. Handritin í Lbs 202 fol. eru eiginhandarrit þeirra bræðra; að kvæði (II) er auk þess varðveitt annað eiginhandarrit í ÍB 230 4to.
Kvæði (I) er ort undir hefðbundnum dróttkvæðum hætti, og er þar fyrst og fremst fjallað um ættgöfgi brúðhjónanna. Kvæði (II-IV) vitna um áhrif frá dönskum tækifæriskveðskap þeirra tíma, bæði hvað varðar efni og inntak. Skiptist hvert kvæði niður í nokkra hluta, sem ortir eru undir ýmsum erlendum háttum. Flestir voru þessir hlutar ætlaðir til söngs, og hefur skáldið skrifað hjá tilvísanir til viðeigandi laga. Þrjú laganna reyndist unnt að finna. Lokahluti kvæðis (IV) er dreginn upp á pappírinn í mynd trés, og fylgir Jón einnig í því tízku þeirra tíma. Skrif hans í AM 986 4to og AM1028 4to sýna að hann hefur jafhframt velt slíkum efnum fyrir sér fræðilega (erlendum háttum, tengslum ljóðs og lags og kvæðum í formi myndar).