Norse-christian syncretism and interpretatio christiana in Sólarljóð
Abstract
í þessari grein er sýnt fram á grundvallarmun á samruna tvennra trúarbragða annars vegar, og hins vegar túlkun kristniboða eða trúvarnarmanna á heiðnum goðsögnum er þeir skoða sem kristin tákn. Samruni trúarbragða á með réttu við raunverulegt sambland heiðinna og kristinna helgisiða og átrúnaðar, en kristin eða heiðin túlkun (interpretatio christiana, germanica) varðar gagnkvæmar skoðanir sem heiðnir eða kristnir menn hafa á trúarbrögðum hvors hóps um sig án þess að til trúskipta komi. í Sólarljóðum kveður óneitanlega meira að þess háttar túlkun en samruna trúarbragða og mikill hluti greinarinnar fjallar að vísu um hvernig skýra skal hin kristnu tákn sem sérkenna heiðið myndmál kvæðisins. Dæmi um samruna eða blöndun trúarbragða kunna að vera í 41. erindi sem segir frá þeim er sólinni 'laut\ hinzta sinni\ aldaheimi f og í 25. erindi þar sem skýrt er frá máladísum dróttins, en hin undarlega mynd sólar hjartarins (53. erindi) virðist vera sköpuð af skáldinu og býr þar hvorki að baki trú þess né áheyrenda, enda er hjörturinn bókmenntalegt tákn Krists eða lærisveins hans, Péturs. Yfirleitt mun reynast vænlegast að lesa Sólarljóð í anda túlkunarfræða miðalda og sjá fyrir okkur myndmál kvæðisins eins og þak eða hulu tákna (integumentum) sem varpað hafi verið yfir kristilegan boðskap kvæðisins.