History of the english psalter at Skálholt
Afdrif enska saltarans í Skálholti
Abstract
í Andvaragrein 19671 voru leidd að því rök að þrjú skinnblöð, Í.B. 363 8vo (1. mynd), Lbs. fragm. 51 og Þjms. 4678, væru öll úr sama handritinu, enskum saltara sem hefur verið í eigu Carrow-klausturs og verið skrifaður um það bil 1290-1320. Á þessum skinnblöðum eru lýsingar sem bent var á að væru skyldastar lýsingum sem D. Egbert hefur flokkað kringum Tickhill-saltarann og tímasett um 1300-1325.2 Árið 1972 kom í ljós að 29 blóð í Accessoria 7dV í Árnasafni eru sýnilega úr sama saltara og þau þrjú skinnblöð sem fjallað var um í Andvaragreininni. Nokkur þessara blaða eru Ijós og heilleg (2. mynd), en önnur hafa orðið fyrir meira hnjaski. Þessi blöð hafa verið tekin utan af bandi bóka í Árnasafni. Lýsingar og rithönd þessara saltarablaða minntu á messudagarímið AM 249a fol. (3. mynd), og náinn samanburður benti til þess að lýsingar, litir og skrift væru af sama uppruna.
Árni Magnússon hefur látið þá vitneskju í té að þetta messudagarím sé framan af saltara í Skálholti, sem virðist vera frá Englandi,3 enda er í handritinu krabb á ensku frá 16. öld,4 sem hefur nú verið lesið að töluverðu leyti, og er ljóst að það sem þarna stendur er skrifað á íslandi á stjórnarárum Hinriks VIII. (1509- 47).
Francis Wormald, sem var sérfróður um messudagarím, skrifaði grein um AM 249a fol. 19665 og tímasetti það 1294—1312. Handritið taldi hann hafa verið enn á Englandi á fyrra helmingi 16. aldar, þar sem skafið væri út í ríminu í samræmi við tilskipun Hinriks VIII. frá 1538.
Messudagarímið hefur í öndverðu verið gert fyrir Karmelítasystur, en sé sú ályktun rétt að blaðið með árituninni úr Carrow-klaustri sé úr sömu bók, hefur bókin verið í eigu systra af Benediktsreglu á 15. öld; sú var tímasetning M. R. Jones á sams konar áritun með sömu hendi í öðrum enskum saltara.
6 Carrow-klaustur var í Norfolk, og milli Norfolk og íslands voru tíðar skipaferðir um langan aldur, ekki síst frá Yarmouth á 16. öld.7 Það er því trúlegast að saltarinn hafi borist beint til íslands frá Norfolk skömmu eftir siðaskipti á Englandi (1536), og vera má að hann hafi verið gefinn Skálholtskirkju af Wyllym þeim Barnard, sem nefndur er í enska krabbinu frá stjórnarárum Hinriks VIII.8 Árni Magnússon hefur fengið þetta handrit til eignar, trúlega á Skálholtsárum sínum 1702-12. Hann hefur hirt messudagarímið, en notað blöð úr saltaranum utan um bækur.9 Einhver blöð úr saltaranum hafa þó verið horfin úr honum þegar Arni eignaðist bókina ellegar orðið eftir hér á landi og verið notuð af öðrum til bókbands.10
Í bókinni Lýsingar í Stjórnarhandriti 197111 voru lýstu blöðin sem hér voru nefnd í upphafi borin saman við þrjú íslensk handrit frá 14. öld, en sá varnagli var að sjálfsögðu sleginn að væri Carrow-árituninni réttilega skipað á 15. öld, hlyti annað handrit af sama skóla að hafa verið hér á landi þegar á 14. öld. Nú virðist sýnt að Carrow-saltarinn hefur ekki borist hingað fyrr en á árunum 1538- 47, þannig að það er ekki hann heldur annað handrit enskt af Tickhill-saltaraflokknum, sem hefur haft djúptæk áhrif á íslenskar handritalýsingar á 14. öld.