En fædrene forbindelse?

Om sammenhængen mellem de fire Hrafnistumannasögur

Höfundar

  • Pernille Ellyton Ordbog over det Norrøne Prosasprog, Københavns Universitet Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/gripla.32.4

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um samhengið milli fjögurra fornaldarsagna sem nefnast Hrafnistumannasögur. Við athugun á varðveislu allra sagnanna í handritum kemur í ljós að handritið AM 343 a 4to frá 15. öld hefur ráðið miklu um álit manna á sögunum sem heild. Rannsókn á því hvernig þessar sögur tengjast hins vegar bókmenntalega leiðir í ljós að það er meginmunur á þemum og stíl sagnanna. Það bendir til þess að sögurnar hafi ekki frá upphafi verið tengdar saman. Ástæðan fyrir því að sögurnar hafa varðveist saman í sumum handritum er sú að söguhetjurnar tilheyra sömu fjölskyldum en ekki sameiginlegu þema bókmenntalega. Tengslin milli sagnanna myndast upphaflega milli Ketils sögu hængs og Gríms sögu loðinkinna og seinna eru þessar sögur flokkaðar með Örvar-Odds sögu. Að endingu, og líkast til skömmu fyrir ritun aðalhandritsins AM 343 a 4to (ca. 1450–75), var Áns sögu bogsveigis svo bætt í safnið.

Niðurhal

Útgefið

2021-12-01

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed