„Allt hafði annan róm [...]“

Kvæði Bjarna Borgfirðingaskálds um hrönun Íslands

Höfundar

  • Hjalti Hugason Háskóli Íslands Höfundur

Útdráttur

Aldasöngur eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld frá fyrstu áratugum 17. aldar er eitt þekktasta íslenska heimsósómakvæðið. Hefur það mótað mjög hugmyndir manna um neikvæð áhrif siðaskiptanna á íslandi en lengi hefur verið litið svo á að í kjölfar þeirra hafi orðið mikil hnignun á samfélagi og menningu í landinu. í greininni er kannað hvort skáldið hafi í raun og veru aðhyllst það viðhorf.

Færð eru rök fyrir því að kvæðið sé að verulegu leyti trúarlegt og sé mótað af lútherskum trúarlærdómi. Skáldinu hefur á hinn bóginn sviðið afturför sem orðið hafði á ýmsum ytri sviðum kristnihaldsins og má að verulegu leyti rekja til erfiðs árferðis og pestarfars í landinu. í kvæðinu deilir hann einnig á vaxandi andstæður fátækra og ríkra sem skýra má með því að við mannfelli hafi eignir safnast á færri hendur en áður var.

Niðurhal

Útgefið

2021-01-05

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni