The life of St. Basil in Iceland
Heilagur Basilíus á Íslandi
Útdráttur
Í þessari grein er í fyrsta sinn gefinn út latneskur texti um heilagan Basilíus eftir skinnbrotinu Lbs fragm 74, sem var áður ókannað. Samanburður brotsins við fjölmörg handrit sem varðveita lífssögu Basilíusar, Vita Basilii, í heild sinni sýnir að textinn er náskyldur áður útbreiddri en lítt þekktri þýðingu Efemíusar frá níundu öld e.Kr. á grískri lífssögu Basilíusar, sem var eignuð Amfílókíos samtímamanni Basilíusar en er mun yngra verk. Þau fimm blöð sem enn eru til af hinni norrænu Basilíus sögu – sem aðeins er varðveitt í slitrum – eru hér borin saman við Vita Basilii. Greinin sýnir einnig fram á að frásögnin af dauða Júlíanusar keisara sem varðveitt er bæði í Vita Basilii og Basilíus sögu getur ekki verið fyrirmynd jarteinasögu um dauða keisarans sem varðveitt er í tveimur gerðum meðal jarteina sem fylgja Maríu sögu. Líklegt er að sjálfstæð Maríujartein um dauða Júlíanusar keisara hafi verið til og að sú frásögn hafi verið heimild 8. og 9. kafla í Vita Basilii og síðan Basilíus sögu.