The Forgotten Poem: A Latin panegyric for Saint Þorlákur in AM 382 4 to
Útdráttur
AM 382 4to inniheldur B-gerð Þorláks sögu helga. Á fyrsta varðveitta blaði handritsins stendur kvæði á latínu um Þorlák helga, sem hefur verið gefið út þrisvar áður með ófullkomnum hætti, og aldrei lesið að neinu gagni eða greint. Í greininni er réttur texti kvæðisins prentaður, þýddur og skírður, en jafnframt er þess freistað að upplýsa um ástæðuna fyrir staðsetningu þess fyrir framan B-gerð Þorláks sögu. Einnig setja höfundarnir fram tilgátu um upphaf og varðveislu Þorláks sögu helga á norrænu og samband hennar við latneska frumtextann. Að lokum er lagt til að B-gerð Þorláks sögu helga sé verk Bergs Sokkasonar.