„Quest of Seth“ í forníslenskum bókmenntum

Sethskvæði og fyrri gerðir þess

Höfundar

  • Tiffany Nicole White Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/gripla.33.9

Útdráttur

Í þessari grein er því haldið fram að Sethskvæði sé ljóðræn endurvinnsla á texta sem Esther Quinn hefur kallað „The Quest of Seth for the Oil of Life.“ Þessi staðhæfing er þýðingarmikil vegna þess að „Quest of Seth“ hefur einungis þekkst sem hluti Kross sögu. Bakgrunnur frásagnarinnar „Quest of Seth“ er rakinn í upphafi greinarinnar, allt frá hebreskum texta hennar og fram til þess er hún birtist í norrænum handritum. Þróun hennar er skýrð á þrjá vegu sem stuðla að sköpun Sethskvæðis. Í fyrsta lagi er það stytting Kross sögu sem hluta af Legenda („Quest of Seth“ og saga krosstrésins), í öðru lagi notkun fyrirsagna (e. rubrics) sem gefur til kynna að sagan sé um Adam og Seth frekar en um krossinn og í þriðja lagi er því haldið fram að Sethskvæði byggist á ljóðrænni frásögn af „Quest of Seth“ án Kross sögu. Þar sem Sethskvæði hefur aldrei verið gefið út í heild sinni þá fylgja í viðauka tvær uppskriftir þess úr handritinu AM 100 8vo.

Niðurhal

Útgefið

2022-12-01

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni