Heimildir, aldursgreining og samsetning Íslendingabókar
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.35.5Útdráttur
Í formála að Íslendingabók segist Ari fróði Þorgilsson hafa sýnt biskupunum Þorláki Runólfssyni í Skálholti (biskup 1122–1145) og Katli Þorsteinssyni á Hólum (biskup 1118–1133) eldri gerð textans. Að því búnu endursamdi hann textann með hliðsjón af „því es mér varð síðan kunnara ok nú es gerr sagt á þessi en á þeiri.“ Tilvísunin til biskupanna hefur verið notuð til að tímasetja textann til árabilsins 1122–1133, enda þótt tilvísun til Guðmundar Þorgeirssonar (lögsögumaður 1123– 1134) í skrá yfir lögsögumenn í textanum hafi verið notuð til að tímasetja hann til 1134 eða síðar. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um muninn á gerðunum tveimur, hvort báðar hafi gengið í handritum eða hvort eldri gerðin hafi yfirleitt nokkurn tíma verið til. Umræðan um aldursgreiningu Íslendingabókar og ritun hennar hefur fyrst og fremst beinst að því hvernig texti hennar var notaður af íslenskum fræðimönnum á miðöldum. Í þessari grein beini ég aftur á móti sjónum að heimildum Ara. Hvað gæti hann hafa fengið vitneskju um á milli fyrstu og annarrar gerðar Íslendingabókar? Tvö lykilatriði koma til greina: Skrá yfir látna úr Historia Hierosolymitana eftir Fulcher frá Chartres og tilvísunin til Guðmundar Þorgeirssonar. Á þessum grundvelli færi ég rök að því að varðveitt gerð Íslendingabókar geti ekki hafa verið samin fyrir 1125 og að tímasetningin 1134–1135 sé mun líklegri