„Ráð hef ég kennd í kvæði“: Málsháttakvæði Jóns Bjarnasonar í AM 427 12mo
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.35.10Útdráttur
Þessi grein fjallar um 17. aldar pappírshandritið AM 427 12mo og málsháttakvæði sem í því hafa varðveist. Ferill handritsins er rakinn og því skipt í framleiðslu- og notkunareiningar út frá kenningum Kwakkels með það að markmiði að skoða viðtökur málsháttakvæða og stöðu þeirra í íslensku samfélagi síðari alda. Rýnt er í þýðingu Jóns Bjarnasonar (um 1560–1633) á málsháttakvæðunum Disticha Catonis, sem birtist í handritinu, og hún borin saman við þrjá aðra málsháttaflokka: Hugsvinnsmál, 13. aldar þýðingu á Disticha Catonis, Flokkavísur eða heilræðavísur Jóns Bjarnasonar, sem einnig eru skrifuð upp í AM 427 12mo, og Hávamál. Fjallað er um tengsl handritsins við prentuðu kennslubókina Hólar Cato frá 1620 og nota- gildi málsháttasafna í hand- og prentritum 17. aldar. Þannig er leitast við að veita innsýn í þróun á viðtökum málsháttakvæða í íslensku samfélagi og tengslum þeirra við handritamenningu síðari alda.