English Eng

Höfundar

  • Lara E. C. Harris St. Edmund's College, Cambridge Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/

Lykilorð:

English, Icelandic

Útdráttur

Þessi grein inniheldur skrá yfir öll handrit skrifuð á fornnorrænum málum (dönsku, sænsku, norsku og íslensku) um læknisfræðileg efni frá öndverðu til ársins 1550. Aukinn áhugi á fornum norrænum lækningabókum í kringum aldamótin 1900 leiddi til útgáfu flestra varðveittra gerða af fornnorrænum lækningabókum. Þessi áhugi ýtti einnig undir útgáfu og rannsóknir á þekktari handritum eins og K 48 (Stokkhólmi) og NKS 66 (Kaupmannahöfn) sem eru elstu handrit verka danska læknisins Henriks Harpestræng (d. 1244). Rit Harpestrængs Den danske Urtebog og Liber Herbarum og aðrir minna þekktir textar hans lögðu grunn að læknisfræðilegri þekkingu um öll Norðurlönd á sínum tíma. Þessar rannsóknir urðu til þess að Poul Hauberg tók saman rit um öll handrit sem rekja má til verka Harpestrængs innan og utan Norðurlanda. Hins vegar tengjast ekki öll norræn handrit lækningabóka þeim verkum Harpestrængs sem hafa varðveist. Vísbendingar eru um að önnur verk hafi haft áhrif á seinni handrit sem fræðimenn hafa að miklu leyti litið fram hjá. Því eru í þessari grein tekin saman öll varðveitt handrit sem innihalda læknisfræðileg ráð, óháð uppruna þeirra eða tengslum við verk Harpestrængs, til að gefa sem heildstæðasta mynd af norrænni læknisfræði þekkingu á miðöldum.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-04

Tölublað

Kafli

Articles