„Ekki er þetta kirkjunni að neinu gagni“

Íslensk söngbókabrot úr kaþólskum sið

Höfundar

  • Árni Heimir Ingólfsson ReykjavíkurAkademían Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/

Lykilorð:

music, liturgy, manuscripts, manuscript fragments, Jón Þorláksson, tónlist, helgisiðir, handrit, handritabrot

Útdráttur

Fjölmörg brot hafa varðveist úr þeim kaþólsku messu- og tíðasöngsbókum sem notaðar voru á Íslandi fram til siðaskipta. Fram til þessa hefur ekkert heildar yfirlit verið til yfir íslensk skinnbókabrot með nótum og því örðugt að átta sig á því hversu mörg slík brot hafa varðveist og hvers eðlis þau eru. Megnið af umræddum brotum er varðveitt í þremur söfnum: Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík og Árnasafni í Kaupmannahöfn. Einnig eru nokkur brot á Þjóðskjalasafni Íslands og á Konungsbókhlöðum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, stök brot eru í Uppsölum og í Cambridge í Bandaríkjunum og að minnsta kosti tvö söngbókabrot með nótum eru enn í einkaeigu. Alls hafa varðveist um 320 brot úr söngbókum sem taldar eru hafa verið ritaðar á Íslandi eða að minnsta kosti verið eign íslenskra kirkna og virðast þau hafa tilheyrt að minnsta kosti 130–140 bókum.

Í þessari grein er brugðið upp heildstæðri mynd af þeim íslensku söngbókabrotum sem varðveist hafa og varpað ljósi á nokkur brot sem ekki hefur áður verið fjallað um á prenti. Einkum er sjónum beint að brotum á Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi þar sem allnokkur brot eru geymd sem hafa litla athygli hlotið fram til þessa. Bent er á nokkur handritabrot sem tilheyrðu upphaflega sömu söngbók, til dæmis Add. 1 4to á Konungsbókhlöðu og Accessoria 7/Hs 15 í Árnasafni í Kaupmannahöfn, sem hafa að geyma söng við jólamessur. Að lokum eru könnuð söngbókabrot með hendi Jóns Þorlákssonar en hann var afkastamikill nótnaritari á 15. öld og sá eini sem starfaði við slíkt á miðöldum sem unnt er að nafngreina. 

Niðurhal

Útgefið

2025-12-04

Tölublað

Kafli

Articles