English

English

Höfundar

  • Tiffany Nicole White Árnastofnun Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/

Lykilorð:

English, Icelandic

Útdráttur

Í þessari grein er birt fræðileg útgáfa á áður óútgefnu miðaldakvæði, Adams óður, og sýnt fram á að kvæðið er skáldleg úrvinnsla kristinnar frásagnar um syndafall mannkyns eins og hún birtist í prósaverkinu Konungs skuggsjá frá þrettándu öld. Auk þess sem rakið er til hvaða heimilda kvæðið sækir er sýnt fram á að það hafi verið sungið sem sálmur. Adams óður er höfundarlaust kvæði sem segir frá atburðum í aldingarðinum Eden sem leiddu til brottreksturs Adams og Evu úr Paradís. Í greininni eru greind nokkur veigamikil þemu sem tengja saman Konungs skuggsjá og Adams óð, þar á meðal: að ormurinn bíti fyrst í eplið; talandi ormur; nafnanotkun djöfulsins –Lúsífer, Satan og andinn; öfund Lúsífers; og sú hugmynd að mannkynið hafi verið skapað til að taka sæti hinna föllnu engla. Í viðauka I er að finna samanburð á kvæðinu og prósaefninu, en í viðauka II er birt útgáfa á Adams óð byggð á þremur skinnhandritum og einni prentaðri útgáfu.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-04

Tölublað

Kafli

Articles