Handan þokunnar
Um efnisþætti og innra samhengi Ólafs sögu Þórhallssonar
DOI:
https://doi.org/10.33112/Lykilorð:
Enlightenment, narrative techniques, literary genre, folktales, motifs, upplýsing, frásagnarlist, bókmenntagreinar, þjóðsögur, sagnaminniÚtdráttur
Í Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal kynnumst við söguheimi sem er í senn sérstæður og hefðbundinn og í raun er um að ræða ímyndaðan heim sem er þó að sama skapi kunnuglegur því að allar helstu efniseiningarnar eiga sér hliðstæðu í innlendri sagnahefð, bæði þjóðsögum og bókmenntum fyrri alda. Söguheiminn notar Eiríkur sem umgjörð fyrir ferðalög söguhetju sinnar, Ólafs Þórhallasonar, sem umgengst í ferðum sínum fjölda fólks, bæði mennska menn og álfa. Innan hins breiða söguramma sem snýr að ferðalögum Ólafs kemur höfundur að mörgum sagnaeiningum þannig að til verða þættir innan þátta, þræðir innan þráða og jafnvel útúrdúrar innan útúrdúra.
Í þessari grein er tekinn fyrir einn þáttur úr sögu Ólafs en uppistöður hans eru kaflar 11–19 undir öðrum kvöldvökulestri. Í þættinum segir frá Sveini og bræðrum hans sem hafa búið á hálendinu frá því að foreldrar þeirra lögðust út vegna sakamáls. Við sögu koma einnig tólf bræður, útilegumenn, sem urðu fyrir álögum og kemur það í hlut Sveins að leysa þá úr ánauð. Auk þess sem leitast er við að sýna fram á hvert Eiríkur sótti sér hugmyndir fyrir tiltekinn þátt og hvernig hann vann úr þeim verður spurt að hve miklu leyti aðferð hans hefur þótt nýnæmi á ritunartíma sögunnar og hvað standi þá upp úr í þeim efnum.