A Stylometric Analysis of Ljósvetninga saga

Höfundar

  • Michael MacPherson Háskóli Íslands Höfundur
  • Yoav Tirosh Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/gripla.31.1

Útdráttur

Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum, A-gerð og C-gerð. Að mestu leyti er textinn í köflum 1–4 og 19–21 í báðum gerðum hinn sami, en í köflum 13–18 eru textarnir mjög ólíkir. Fræðimenn og útgefendur hafa lengi verið ósammála um þetta gerðarmál og þá sérstaklega um spurninguna hvort A-gerð eða C-gerð sé samkvæmari sjálfri sér. Stílfræðingarnir Adolfine Erichsen (í 1919) og Hallvard Magerøy (í 1956) komust að andstæðum niðurstöðum: Erichsen taldi að C-gerð væri samkvæmari sjálfri sér og Magerøy A-gerð. Niðurstöður þeirra tengjast þeirri umræðu um hvort íslendingasögurnar væru byggðar á munnlegri hefð eða á rithefð ('Freiprosa-Bochprosa’). Til dæmis taldi Knut Liestøl að kaflar 13–18 í A-gerðinni eigi í raun uppruna sinn í munnmælahefð. Hinsvegar taldi Björn Sigfússon (ritstjóri útgáfu íslenzkra fornrita) að C-gerðin væri sagnfræðileg útfærsla A-gerðarinnar. Stílmælingar hafa veitt okkur tækifæri til að rannsaka stílfræðileg vafaatriði að nýju með sterkum tölfræðilegum aðferðum. Þessi grein fjallar um álitamál hinna ólíku gerða Ljósvetninga sögu og notar stílmælingar til þess að sýna að C-gerðin er samkvæmari sjálfri sér; A-gerð er hinsvegar endursögn sem byggir mögulega á munnmælahefð.

Niðurhal

Útgefið

2020-12-17

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni