Vessakenningin í norðri
Forníslensk útgáfa af Epistula Vindiciani í Hauksbók
Útdráttur
Elsti varðveitti norræni textinn um vessakenninguna er ríflega 900 orða löng ritgerð í Hauksbók, sem ber heitið Af natturu mannzins ok bloði. Þessum texta, sem er einstakur meðal þekktra norrænna miðaldatexta, má skipta í tvo hlutasem eru nokkuð ólíkir í eðli sínu. Fyrri hlutinn er guðfræðilegur inngangur, eðaforsenda, sem útlistar sköpun mannsins og tengsl hans við eiginleika hinna fjögurra höfuðefna (jarðar, vatns, lofts og elds). Seinni hlutinn er líffræðilegur og inniheldurkerfisbundna útskýringu á eðli og virkni vessanna fjögurra í líkamanum og áhrifum þeirra á persónu og skapgerð manna. Í þessari grein eru hugmyndirnar sem birtastí fyrri hluta Af natturu mannzins ok bloði settar í samhengi við þá hugmyndastrauma sem finna má í lærðum og guðfræðilegum evrópskum ritum frá miðöldum. Áherslaer lögð á þau skrif sem ástæða er til að ætla að hafi verið aðgengileg á Íslandi og í Noregi á miðöldum. Ennfremur er sú útlistun á vessakenningunni sem birtist í seinni hluta Af natturu mannzins ok bloði rakin til vinsæls og útbreidds latnesks texta, Epistula Vindiciani ad Pentadium. Textarnir tveir eru bornir saman, og færð rök fyrir því að Af natturu mannzins ok bloði sé þýðing runnin frá Epistula Vindiciani.