To Tell the Truth

– But not the Whole Truth

Höfundar

  • Sigurður Pétursson Háskóli Íslands Höfundur

Útdráttur

Árið 1627 lést Guðbrandur Þorláksson (1542–1627) biskup á Hólum 85 ára að aldri og hafði hann þá setið á biskupsstóli í 56 ár. Á langri embættistíð sinnivar Guðbrandur mikill atkvæðamaður á mörgum sviðum íslensks þjóðlífs. Hann markaði djúp spor ekki aðeins í stjórn kirkjumála en einnig á almennt andlegt líf íslendinga. Til að hrinda mörgum ætlunaverkum sínum í framkvæmd auðnaðist honum að eignast góða samverkamenn sem í stað þessa nutu stuðnings biskups. Einn kunnastur þeirra var hinn lærði húmanisti Arngrímur Jónsson (1568–1648) frændi hans, sem hann hafði tekið undir verndarvæng sinn þegar á unga aldri. Reyndist Arngrímur trúr og traustur vinur Guðbrands allt til æviloka. Að biskupi látnum var Arngrímur því beðinn að semja lofræðu um hinn forna velgjörðarmann sinn og voru fáir taldir betur fallnir til þess verks en hann. Arngrímur færðist hins vegar undan meir en búast mátti við af því lítillæti sem mönnum var tamt að sýna við slík tækifæri. Loks féllst hann þó á að semja lofræðu og árið 1630 birtist á prenti í Hamborg ΑΘΑΝΑΣΙΑ sive nominis ac famæ immortalitas reverendi ac incomparabilis Viri Dn Gudbrandi Thorlacii. Lífssaga Guðbrands er vel kunn þar sem hún er skráð í mörgum samtímaheimildum. En einmitt þetta atriði gerir okkur kleift að bera saman þá mynd sem Arngrímur Jónsson dregur upp af honum við aðrar heimildir. Sá samanburður sýnir okkur glögglega þann vanda sem Arngrímur varð að takast á við ef hann vildi forðast að særa viðkvæmni alþjóða lesenda eða hlífa fyrirmyndar orðspori biskups. Í lofræðunni má sjá hvernig höfundi tókst að leysa þennan vanda með því að sneiða hjá óþægilegum staðreyndum eða láta ógetið um viðkvæm mál án þess að skaða um of eigið orðspor í augum Íslendinga sem þekktu alla lífssögu biskups. Ἀθανασία bætir ekki miklu við vitneskju okkar um hinn sögulega Guðbrand Þorláksson, sem var merkur maður en ekki flekklaus, en sýnir okkur greinilega hvers konar mynd höfundur ritsins vildi draga upp fyrir komandi kynslóðir af miklum kirkjuleiðtoga sem hann æskti að sýna tilheyrilega virðingu.

Niðurhal

Útgefið

2021-01-05

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni