The Book of Judith

A medieval Icelandic translation

  • Svanhildur Óskarsdóttir
Keywords: Manuscript, Book of Judith, Old Testament

Abstract

Handritið AM 764 4to er safnhandrit að öllum líkindum skrifað fyrir nunnuklaustrið á Reynistað á árunum 1376-1386. Fyrri hluti handritsins geymir kristilega veraldarsögu sem er sett saman úr margs konar textum og þar er m.a. að finna íslenska þýðingu á Júdítarbók Gamla testamentisins. Þýðingin hefur verið gerð eftir texta Vúlgötu sem víkur í ýmsum greinum frá eldri latneskum gerðum og Sjötíumannaþýðingunni. Sagan af Júdít naut mikillar hylli á miðöldum og síðar og varð efniviður í kvæði, sagnir, hómilíur og myndverk af ýmsu tagi. Skrifurum AM 764 4to kann að hafa þótt ekkjan Júdít, skírlíf, guðhrædd og hugrökk, góð fyrirmynd nunnum og nunnuefnum því henni er ætlað óvenjumikið rúm í handritinu. Þýðingin er heilleg og trú frumtextanum sem er einungis styttur óverulega, helst eru það útúrdúrar frá atburðarásinni, s.s. bænir og ræður, sem skornir eru niður í þýðingunni. Latneskra áhrifa gætir lítið í máli og stil og þýðingin ber mörg sömu einkenni og þær biblíuþýðingar sem talið er að hafi verið gerðar á fyrri hluta 13. aldar eða eilítið síðar, þ.e. Stjórn II og III og Gyðinga saga. Gera má ráð fyrir Júdítarþýðingin sé einnig 13. aldar verk.

Published
2021-07-12
Section
Peer-Reviewed