Í átt að mannfræði örlaganna: Örlagadýnamík í fornnorrænum bókmenntum eins og hún birtist í Völsunga sögu

Höfundar

  • Mario Martín Páez Complutense University of Madrid Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/gripla.35.8

Útdráttur

Markmið þessarar greinar er að kanna flóknar og margslungnar tengingar milli örlaga og félagslegs siðferðis í fornnorrænum bókmenntum, með sérstakri áherslu á Völsunga sögu. Færð eru rök fyrir því að örlög séu ekki eingöngu ákvörðuð af máttarvöldum eða yfirnáttúrulegum verum, heldur mótist þau einnig af ástríðum, félagslegum tengslum og samfélagslegri valddreifingu. Í greininni er rannsakað hvernig örlög, græðgi og eiðrof leiða sameiginlega til óhjákvæmilegra og óum- flýjanlegra endaloka. Einnig er skoðað hvernig skyldurækni einstaklinga við fjöl- skylduna felur í sér óumflýjanleg eyðingaröfl eins og örlögin sjálf. Ágirnd sem bæði er tengd örlögum og skyldurækni við fjölskylduna hlýtur sams konar sið- ferðislega refsingu. Hvort tveggja er eyðileggjandi afl sem getur sett sýnilegt mark á einstaklinga og undirstrikað þannig brot þeirra. Með því að víkka út fræðilega umræðu um örlög innan miðaldarannsókna er greininni ætlað að vera framlag til þeirrar umræðu sem nú fer fram um örlög í félagslegri mannfræði og tengdum fræðigreinum.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-16

Tölublað

Kafli

Articles