Dróttkvæður Heimsósómi

  • Haukur Þorgeirsson
Heimsósómar, Kveðskapur 16. aldar, dróttkvætt

Útdráttur

Heimsósómi er kvæði undir dróttkvæðum hætti og telur 26 vísur. Það er varðveitt í AM 713 4to (1540–1560) og tveimur yngri heimildum. Kvæðið vísar ekki til neinna sögulegra atburða og verður aðeins tímasett með innri rökum. Orðin bagga og pliktugur koma þar fyrir en þau þekkjast aðeins í heimildum frá 16. öld og síðar. Ásamt öðru bendir þetta til að kvæðið sé ekki miklu eldra en elsta handritið. Innihald kvæðisins minnir á þann Heimsósóma sem eignaður er Skáld-Sveini. Skáldið hefur hér valið fornan hátt fyrir yrkisefni sem þá var í tísku og sýnir það að enn var nokkurt líf í dróttkvæðum hætti við lok kaþólsks tíma á Íslandi.

Útgáfudagur
2021-04-19
Tegund
Ritrýnt efni