An Íslenskur jólasálmur

Hljómi raustin barna best

  • Katharine Baier
  • Eevastiina Korri
  • Friederike Richter
  • Werner Schäfke
  • Sofie Vanherpen
Hallgrímur Pétursson, Bjarni Gissurarson, Personent Hodie, Hljómi raustin barna best, efnisleg textafræði

Útdráttur

Greinin er útgáfa á íslenska jólasálminum Hljómi raustin barna best en hann á rætur sínar að rekja til latneska sálmsins Personent Hodie sem hefur varðveist í a.m.k. einu íslensku handriti, ÍB 525 8vo. Þessi stutti sálmur var þýddur á íslensku af Bjarna Gissurarsyni (1621–1712) en Hallgrímur Pétursson (1614–1674) bætti þrettán frumsömdum erindum við þýðinguna. Fyrri hluti sálmsins er nákvæm þýðing á upprunalega latneska textanum og fjallar um fæðingu Jesú en erindi Hallgríms auka við efni um upprisuna, dómsdag og eilíft líf. Samanburður á 26 handritum sem geyma hina íslensku þýðingu sálmsins sýnir að textunum má skipta í fjóra flokka eftir tíma- og staðsetningu handritsins, skrifara og ferli þess. Einnig má draga þá ályktun af fyrirsögnum sálmsins í handritum að upplýsingar hafi blandast milli gerða. Öll þau atriði sem rædd eru í greininni sameinast í hinu svokallaða „akademíska“ handriti, Lbs 238 b 8vo, en þar eru mörg þeirra lesbrigða sem einkenna mismunandi flokka textanna skráð. Texti sálmsins Personent Hodie er gefinn út eins og hann kemur fyrir í ÍB 525 8vo ásamt íslenska sálminum Hljómi raustin barna best í styttri og lengri gerðum sem og enskri þýðingu.

Útgáfudagur
2021-04-19
Tegund
Ritrýnt efni