Om den Arnamagnæanske kommissions udgave af Egils Saga Skallagrímssonar

  • Bjarni Einarsson
Textafræði

Útdráttur

Þessar athuganir tók Bjarni Einarsson saman fyrir rúmum áratug er hann vann að vísindalegri útgáfu A-gerðar Egils sögu Skallagrímssonar sem kom út að honum látnum árið 2000. Þær snúast um vinnubrögð Guðmundar Magnússonar við Egils sögu-útgáfuna 1809 en Guðmundur sá um verkið á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn. Bjarni dregur fram þær heimildir sem Guðmundur studdist við þegar hann fyllti í eyður Möðruvallabókar og lagfærði texta kvæðanna þriggja sem eignuð eru Agli. Sérstakri athygli er beint að handritinu ÍB 169 4to sem upphaflega var í eigu Hannesar Finnssonar Skálholtsbiskups. Að lokum er vikið að uppskriftum og þýðingum á 19. öld sem gerðar voru eftir útgáfunni frá 1809.

 

Útgáfudagur
2021-06-21
Tegund
Peer-Reviewed