Översikten över Háttatal I DG 11 4to - Dess funktion och ursprung

  • Lasse Mårtensson
Háttatl, Snorra Edda, Uppsalaedda

Útdráttur

Höfundur fjallar um yfirlitið (Ö = Översikt) yfir Háttatal á fol. 48r í handritinu DG 11 4to, Uppsala-Eddu og ræðir erindi þess í handritinu og uppruna. Það er niðurstaða höfundar að yfirlitið hafi einkum verið skrifað í handritið vegna þess að það geymir 33 háttaheiti þar sem kvæðistextinn í handritinu (í greininni nefndur HtU) hefur aðeins 12 heiti á samsvarandi stöðum. Yfirlitið birtir eitt til tvö vísuorð úr hverri vísu og næstum alltaf heiti háttarins. Því lýkur með vísu 36 í Háttatali, en vísu 35 vantar, þannig að einungis eru skrif upphöf 35 vísna. Um uppruna hafa menn einatt fallist á skoðanir Finns Jónssonar (1931) og talið yfirlitið byggja á kvæðistextanum (HtU). Greinarhöfundur kemst að annarri niðurstöðu og sýnir að leshættir í Ö svara betur til annarra gerða en Uppsala-Eddu. Mikilvægasta dæmið að hans mati er að Ö hefur í vísu 27 þt. so. brjóta, braut þar sem HtU hefur skar ek. Sagnmynd Ö er einnig að finna í Wormsbók. Þó virðist skrifari alloft hafa lagfært textann eftir HtU. Höfundur telur ljóst að forrit Ö hafi ekki verið lengra og aðeins á einni síðu. Það hafi verið afritað með skrifaravillum og lestrar einu sinni eða tvisvar áður en afritið í DG 11 var gert.

Útgáfudagur
2021-06-22
Tegund
Peer-Reviewed