On the structure format and preservation of Möðruvallabók

  • Michael Chesnutt
Egils saga, Möðruvallabók

Útdráttur

Markmið þessar greinar er að skýra uppbyggingu fjórtándu aldar handritsins Möðruvallabókar (AM 132 fol.). Jón Helgason færði rök fyrir því að upphafssaga núverandi gerðar bókarinnar, Njála, hafi átt að koma á undan hinni glötuðu *Gauk sögu Trandilssonar og að þær hafi átt að standa saman sem sérstakt handrit. Egils saga, sem kemur strax á eftir, hafi sömuleiðis átt að geta verið sérstök. Finnboga saga sé hins vegar fyrsta sagan í samfelldu sagnasafni handritsins og að á undan henni hafi glatast einhver önnur saga. Möðruvallabók geymir nú safn áður ótengdra og óbundinna kverahópa sem hafa verið geymdir í skrifarastofunni með það í huga að hugsanlegir kaupendur gætu pantað þær sögur sem þeir vildu hafa saman í bók. Uppsetning textans í tveimur dálkum er nýjung sem kom upp um miðja fjórtándu öld í handritum Íslendingasagna sem höfðu áður verið ritaðar á minni leturflöt með upplestur í huga. Sú hugmynd er sett fram að þessi metnaðarfulla uppsetning Íslendingasagna sé til vitnis um vaxandi styrk höfðingja sem hafi viljað einoka hina hefðbundnu sögu. Þá er farið nokkrum orðum um það hvernig handritið hefur hrörnað á síðari öldum með sérstöku tilliti til texta Egils sögu og Fóstbræðra sögu.

Útgáfudagur
2021-06-22
Tegund
Peer-Reviewed