Landnám Þórólfs Mostrarskeggs

  • Ólafur Halldórsson

Abstract

Eftirmáli

Þessar hugleiðingar mínar eru að upphafi sprottnar af tilraun minni til að taka saman í varðveittum gerðum Landnámu öll dæmi um að mörk landnáma séu talin andsælis og sjá hvort þessi dæmi nægðu til að finna haldbær rök fyrir því að svo hafi verið gert í elstu skrifum um landnám á Íslandi. En ef hægt væri að benda á, þótt ekki væri annað en líkur, fyrir því að landnám og mörk landnáma hafi verið talin andsælis í elstu gerð Landnámu hafi því víðast hvar verið breytt í yngri gerðum (þó einna síst á Austurlandi), sökum þess að það minnti um of á fornan sið fjölkynngis-manna.11 En ég komst að því að ekki væri vinnandi vegur að skera úr um hvort þessi hugmynd stæðist, nema hafa nægilega stór kort af landinu með engum örnefnum, utan þeim sem eru nefnd sem mörk landnáma og yngri nöfnum sem síðar hafa komið í stað hinna eldri. Best væri að fá slík kort tölvutæk á netinu. Þau myndu vera hin mestu þarfaþing til ýmissa skynsamlegri athugana en þeirra sem ég var að gera mér að leik.

Published
2021-06-22
Section
Peer-Reviewed