Tvær dæmisögur Esóps og latnesk skrifaravers í formála Adonias sögu og tengsl þeirra við latínubrotin í Þjms frag 103,104 og AM 732 b 4to

  • Gottskálk Jensson
Íslenskar miðaldabókmenntir, riddarasögur, Benediktsklaustur, latínumenning á íslandi, íslensk handrit, latnesk brot, skrifaravers, dæmisögur Esóps

Útdráttur

Í greininni eru tvær dæmisögur Esóps, sem endursagðar eru í formála Adonias sögu, raktar til latnesks dæmisagnasafns í bundnu máli eftir óþekktan höfund sem kallaður hefur verið Anonymus Neveleti (eða Romulus elegiacus), en brot úr þessu kvæðasafni eru varðveitt á tveimur íslenskum tvíblöðungum (Þjms frag 103 og 104) sem líklega eiga uppruna sinni í Benediktsklaustrunum á Norðurlandi. Höfundur greinarinnar gerir leit að dæmisögunum tveimur í hinum ýmsu kvæða- og lausamálssöfnum kenndum Esópi úr fornöld og frá miðöldum og kemst að þeirri niðurstöðu að hinn óþekkti höfundur Adonias sögu hljóti að hafa þekkt þær í þessari ákveðnu gerð á latínu jafnvel þótt endursögn hans sé frjálsleg og væntanlega samin eftir minni. Auk þess eru borin kennsl á frumtexta tveggja latneskra skrifaraversa, sem einnig er vitnað til í formála sögunnar, í tvítyngdu alfræðihandriti íslensku, AM 732 b 4to, er sömuleiðis má rekja til norðlenskra Benediktsmunka. Í þriðja lagi leggur höfundur greinarinnar til að innskot dæmisagnanna tveggja í formála Adonias sögu, sem er frumsamin íslensk riddarasaga, sé vísbending um að söguna eigi að túlka eins og dæmisögu, þ.e.a.s. að hún sé ekki aðeins skemmtun heldur flytji í einhverjum skilningi siðferðilegan boðskap.

Útgáfudagur
2021-12-02
Tegund
Peer-Reviewed