Hólar and Belgsdalsbók

  • Anders Winroth Institutt for arkeologi, konservering og historie, Universitetet i Oslo
Belgdalsbók, Hólabiskupsdæmi, Jónsbók, Kristinréttur Árna Þorlákssonar, Grágás, kanónískur réttur á Íslandi, lagamenning, handritamenning, Kristinna laga þáttur

Útdráttur

Greinin færir rök fyrir því að Belgsdalsbók (AM 347 fol.: Jónsbók og aðrir textar) kunni að vera sú lögbók sem lýst er sem „vondri‟ í eignaskrá Hólabiskupsdæmis frá árinu 1525. Þrjú meginrök liggja að baki þessum niðurstöðum. Í fyrsta lagi er Steinunn Jónsdóttir, tengdadóttir Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins á Hólum, fyrsti þekkti eigandi bókarinnar. Í öðru lagi benda tímasetning og kringumstæður gerðar bókarinnar til þess að Jón skalli Eiríksson biskup hafi pantað hana. Í þriðja lagi inniheldur Belgsdalsbók óvenjulega texta sem höfðuðu sérstaklega til eiganda sem starfaði innan kirkjunnar. Í greininni er að auki lögð fram sú tilgáta að annað handrit Jónsbókar, GKS 3269 a 4to, hafi mögulega einnig verið í eigu Hólabiskupsdæmis.

Útgáfudagur
2021-12-02
Tegund
Peer-Reviewed