Law manuscripts from fifteenth-century Iceland

  • Stefan Drechsler Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier, Universitetet i Bergen
Handritagerð, norræn lagamenning, íslenskar handritamyndir, Jónsbók, Kristinréttr Árna Þorlákssonar, Búalög, Hafrafellstunga

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um fjölda þverfaglegra þátta íslenskra lögbóka frá fimmtándu öld, sem geyma mikilvæga texta um veraldleg og kirkjuleg málefni á Íslandi á miðöldum, svo sem Jónsbók og Kristinrétt Árna Þorlákssonar. Því er haldið fram að samfella hafi verið í lagaritun á Íslandi í kjölfar svartadauða 1402–04, og að vísbendingar um hana finnist í texta- og listrænum hlutum handritanna, sem og í para-textum sem fylgja lagatextunum á spássíum. Fjallað er um fjögur sérkennileg og þverfagleg einkenni (með áherslu á AM 136 4to, Skinnastaðabók): aðlögun og frekari þróun lagatexta sem rekja má til fyrri alda, sértækt umbrot sem skrifarar handritanna völdu, lýsingu handritanna og síðari athugasemdir og umræðu á spássíum um efni megintextans. Sú ályktun er dregin að í kjölfar breytinga á norrænum stjórnmálum seint á fjórtándu öld hafi íslensk lögbókarhandrit á fimmtándu öld fyrst og fremst verið skrifuð fyrir innanlandsmarkað og stuðst við innlendar fyrirmyndir. Textar sem tengjast yfirráðum Noregs og viðskiptum verða minna áberandi en textar sem tengjast innlendum málefnum verða tíðari en áður. Á hinn bóginn eru samþykktir og samhæfingar jafn algengar og í eldri handritum, sem bendir til áframhaldandi sambands við norska erkibiskupsdæmið í Niðarósi á fimmtándu öld.

Útgáfudagur
2021-12-02
Tegund
Peer-Reviewed