Frumtignarvísur

Óþekkt ljóðabréf eftir séra Einar Sigurðsson í Eydölum

  • Þórunn Sigurðardóttir Research professor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Háskóli Íslands
Ljóðabréf, Einar Sigurðsson í Eydölum, Gísli Einarsson í Vatnsfirði, Magnús Jónsson í Vigur, varðveisla kvæða, handritamenning, höfundargreining

Útdráttur

Í handritinu Lbs 847 4to er kvæði sem ber yfirskriftina „Frumtignarvísur“ og þar fyrir aftan tvö stutt kvæði, hið fremra ber yfirskriftina „Nú koma aðrar“ og hið aftara „En þessar eiga með að fylgja“. Enginn höfundur er tilgreindur í handritinu. Handritið var að öllum líkindum gert undir handarjaðri Magnúsar Jónssonar í Vigur árið 1693. Í því eru mestmegnis andleg kvæði eftir bæði nafngreind skáld og ónafngreind en einnig ádeilur, erfiljóð, lofkvæði o.fl. Í greininni eru færð rök fyrir því að Frumtignarvísur séu ljóðabréf eftir séra Einar Sigurðsson í Eydölum sem hann orti til sonar síns, séra Gísla Einarssonar, sem þá var prestur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Settar eru fram tilgátur um tilefni ljóðabréfsins og varðveislu þess. Tilefni bréfsins virðist vera að bregðast við umkvörtunum sonarins og vanda um við hann en jafnframt að telja í hann kjark. Ljóðmælandi gefur viðtakanda bréfsins einnig góð ráð og biður honum og fjölskyldu hans blessunar. Enn fremur er sýnt fram á að „fylgikvæðin“ séu af sama tagi og Frumtignarvísur, þ.e. ljóðabréf eða hlutar úr ljóðabréfum til séra Gísla frá föður hans. Að lokum eru kvæðin gefin út í fyrsta sinn, bæði stafrétt og með nútímastafsetningu.

Útgáfudagur
2021-12-02
Tegund
Peer-Reviewed