Siðr, Religion and Morality

  • Declan Taggart

Útdráttur

Fræðimenn hafa á síðustu fimmtán árum mikið rýnt í trúarlega merkingarfræði fornnorræna orðsins siðr, en siðferðileg vídd þess hefur nánast ekki hlotið neina umfjöllun. Mögulega stafar það af því að fræðimenn hafa almennt ekki beint athygli sinni að siðferði þeirra sem dýrkuðu norræna guði, nema í tengslum við heiður eða karlmennsku. Markmið mitt er að takast á við þetta og meta hvort siðferðileg merkingarfræði orðsins siðr hafi þróast með kristnitöku eða verið til áður. Í greininni eru greind merkingarsvið elstu dæma um orðið siðr, og þau tengd við trúarbrögð, einstaklinga eða siðferði. Síðastnefnda merkingin kemur fyrst glögglega fyrir í kvæðinu Harmsól á tólftu öld, þó að siðferðisvíddir komi upp fyrr. Á grundvelli þessara siðferðisvídda, landfræðilegrar útbreiðslu hugtaksins og orðsifjafræði, legg ég til að siðr í merkingunni „siðferði“ hafi verið viðtekið og jafnvel vinsælt á víkingaöld.
Greininni lýkur með því að skoða samband siðferðis og trúar í samhengi við orðið siðr og lagabreytingar. Vera má að kristinn siðr hafi mótast seint á víkingaöld en siðr tengdur norrænum guðum kann að hafa verið minna sveigjanlegur enstundum er gert ráð fyrir, í ljósi þess hve stórt hlutverk trúarhugmyndir léku í daglegu lífi fólks til viðbótar við áhrif þeirra í lagalegu og stjórnsýslulegu samhengi. Ef til vill merkti hugtakið siðr ekki „siðferði“ í fornnorrænu á sama hátt og moral í huga þeirra sem tala nútímaensku (eða siðferði í nútímaíslensku), og sönnunargögnin gætu verið of ósamfelld til að styðja við tilgátuna um almenna notkun hugtaksins fyrir siðareglur. Þrátt fyrir það er siðr það varðveitta orð sem einna helst fangar nútímahugtakið siðferði.
Útgáfudagur
2023-12-08
Tegund
Ritrýnt efni