Ferill samsetts handrits

Efnisleg einkenni handritsins AM 239 fol.

  • Lea D. Pokorny

Útdráttur

Handritið AM 239 fol. skipar sérstakan sess í hópi svokallaðra Helgafells-handrita af því að það tengir þau, þ.e.a.s. um það bil 16 handrit og handritabrot, við klaustrið á Helgafelli á Snæfellsnesi. En handritið er ekki einungis athyglisvert vegna upplýsinga um eiganda sem er að finna á bl. 1r heldur líka vegna þess að það er forrit tveggja annarra handrita, AM 653 a 4to (ásamt JS fragm. 7) og SÁM 1. Efnisleg gerð handritsins er margþætt og samkvæmt nýlegri greiningu er það sett saman úr tveimur framleiðslueiningum frá seinni hluta fjórtándu aldar. Í þessari grein eru efnisleg einkenni AM 239 fol. rakin og sýnt fram á að handritið inniheldur ekki tvær heldur þrjár framleiðslueiningar frá þessu tímabili; enn fremur er sýnt hvernig þessar einingar tengjast. Tilurð handritsins skiptir máli þegar hlutverk AM 239 fol. sem forrits er haft í huga, ekki síst af því að hún býður upp á hugsanlega skýringu á því hvers vegna einungis einn texti í því var skrifaður upp í SÁM 1.
Útgáfudagur
2023-12-15
Tegund
Ritrýnt efni