„Eyrsilfr drukkit, þat gerir bana“

Elsta norræna lækningabókin, AM 655 XXX 4to, og samhengi hennar

  • Brynja Þorgeirsdóttir

Útdráttur

Í greininni er tekið til skoðunar íslenskt handritsbrot frá þrettándu öld sem inniheldur elsta varðveitta lækningatextann á norrænu tungumáli. Í handritinu eru fimmtíu og tvær klausur sem lýsa ýmsum krankleikum og viðeigandi lækningum við þeim, ásamt útlistunum á lækningamætti jurta og annarra efna. Handritið er birtingarmynd útbreiðslu arabískra og latneskra lækningatexta sem bárust til Íslands að öllum líkindum í gegnum Danmörku og Noreg. Uppruni þess er að öðru leyti óljós og er markmið greinarinnar að varpa ljósi á tilurð þess, notkun og sögulegt samhengi. Í greininni eru færð rök fyrir því að torrætt samband handritsins við fimm aðrar íslenskar lækningabækur frá miðöldum endurspegli þá algengu aðferð að endurrita læknisráð frjálslega, fyrir hvert og eitt einstakt samhengi. Efnisleg sérkenni handritsbrotsins benda til þess að handritið hafi verið talið gagnlegt og mikilvægt, og að tilgangur þess hafi verið að nota það sem handbók við lækningar á Íslandi á þrettándu öld. Í viðauka við greinina er ensk þýðing á texta handritsins með athugasemdum.
Útgáfudagur
2023-12-15
Tegund
Ritrýnt efni