Timur, 'Reidi Gudz'

Óþekkt heimild Oddverjaannáls og endurmat á harðstjóra í Ambáles sögu og Ambáles rímum

  • Philip Lavender University of Gothenburg
annálar, sögur eftir siðaskipti, rímur, Hamlet, Saxo Grammaticus, lýsingar á Austurlöndum, Ottómanar, Tamburlaine

Útdráttur

Timur hét sigursæll konungur í Asíu sem fræðimenn á árnýöld voru áhugasamir um. Honum er lýst í Oddverjaannáli og í þessari grein er grennslast fyrir um það hvaða heimild liggi að baki þeim fróðleik sem þar má finna. Áður hafði Robert Cook bent á nokkra möguleika í grein sem birtist 1985. Þær heimildir sem hann nefnir hef ég athugað en engin þeirra er náin hliðstæða textans í annálnum. Ég legg í staðinn til að heimildin sé Chronica eftir Sebastian Franck sem prentuð var 1531 en þar koma fram öll lykilatriðin í lýsingu Oddverjaannáls. Ýmislegt fleira í annálnum gæti verið af sömu rót runnið.

í seinni hluta greinarinnar fjalla ég um það hvernig fróðleikur um Timur hefur verið nýttur í Ambáles sögu og Ambáles rímum. Þessi verk segja söguna um Amlóða eða Hamlet en hér er það ekki Bretakonungur sem aðalpersónan sækir heim heldur Timur eða Tamerláus. Ég fjalla um þá mynd sem birtist af Timur í þessum heimildum, einkum Ambáles sögu í AM 521 c 4to. Sjá má að myndin af Timur er hér geðþekkari en í eldri ritum og hann birtist ekki aðeins sem blóðþyrstur harðstjóri. Nú vissu menn að Timur hafði barist gegn Tyrkjum og má geta þess til að eftir Tyrkjaránið hafi íslenskum höfundum legið heldur betra orð til allra andstæðinga Tyrkja.

Útgáfudagur
2020-12-17
Tegund
Ritrýnt efni