Gísli Súrsson sem andspillir Egða

Einkennileg kenning og það sem hún gefur til kynna um sjálfsmynd Íslendinga á 10. öld

  • Klaus Johan Myrvoll University of Stavanger
Gísla saga Súrssonar, dróttkvæði, kenningar, landnám Íslands, Hafursfjarðarorrusta

Útdráttur

Gísla saga súrssonar (frá 13. öld) er þekkt fyrir harmþrungin örlög Gísla en hann var landnámsmaður frá Noregi og síðar útlagi. Þessi örlög koma meðal annars fram í mörgum draumvísum sem Gísli mælir í sögunni. í einni vísunni kallar Gísli sig Egða andspilli, ‘málvin Egða’, en Egðir eru þeir sem byggja Agðir í Noregi. Útgefendur og vísnaskýrendur hafa brotið heilann um þessa kenningu en ekki komist að sannfærandi niðurstöðum. Í þessari grein er kenningin skýrð sem við(ur)kenning, það er að segja mannkenning sem byggist á staðreynd um tiltekinn einstakling. Ég tel að Gísli sé raunverulega höfundur vísunnar og að hún gefi þar með til kynna að hann hafi átt vini á íslandi á 10. öld sem hægt hefur verið að kalla Egði. Ég sýni að Egðir þessir voru líklegast ættmenn Ingjalds í Hegilsey en Gísli nefnir Ingjald í einni vísunni og samkvæmt sögunni faldi hann Gísla fyrir óvinum hans í þrjú ár. Landnámabók segir að föðurafi Ingjalds hafi komið til íslands frá Ögðum með höfðingjanum Geirmundi heljarskinni en Geirmundur og menn hans flýðu undan Haraldi hárfagra. Sennilega gera íslenskar frásagnir of mikið úr „ofríki“ Haralds hárfagra en heimildir styðja þó að þeir sem biðu ósigur fyrir Haraldi í Hafursfjarðarorrustu (um 900) hafi flúið til íslands frá Ögðum. Þá á þó eftir að skýra hvers vegna Ingjaldur og hans fólk gætu nefnst Egðir tveimur kynslóðum og sextíu árum eftir flóttann frá Ögðum. Hér legg ég til að fólkið sem um ræðir hafi verið upprunnið í föllnu konungdæmi í Ögðum og það hafi styrkt tengslin í nýja heimalandinu.

Útgáfudagur
2020-12-17
Tegund
Ritrýnt efni