Konum til hróss

Útgáfa á kvæðinu Sprundahrós

  • Natalie M. Van Deusen University of Alberta
18. aldar kveðskapur, konur, kappakvæði, vikivakakvæði, útgáfa

Útdráttur

Sprundahrós er kvæði frá 18. öld sem að öllum líkindum er ort af séra Jóni Jónssyni (1739–85) á Kvíabekk. Kvæðið hefur aldrei verið prentað og hefur ekki hlotið mikla athygli fræðimanna. Í 22 erindum er dyggðum 25 nafngreindra kvenna hrósað. Þetta eru bæði konur sem þekktar eru úr Biblíunni, drottningar í ýmsum löndum og konur sem koma fyrir í fornum norrænum sögum. Kvæðið hefur varðveist í þremur handritum; það elsta er ÍB 815 8vo frá því um 1800, en einnig eru tvær afskriftir, báðar frá 1841, eftir Gunnlaug Jónsson (1766–1866) á Skuggabjörgum í JS 255 4to og JS 589 4to. Útgáfunni fylgir inngangur og greining á kvæðinu þar sem litið er á efni þess, höfund og stíl. Hugað er að tengslum þess við kappakvæði, sérstaklega kvæði Guðmundar Bergþórssonar (um 1657–1705) frá því um 1680, en hægt er að líta á Sprundahrós sem svar við því. Texti kvæðisins er prentaður samhliða stafrétt og með nútímastafsetningu, byggður á ÍB 815 8vo með lesbrigðum úr JS 255 4to og JS 589 4to.
Útgáfudagur
2021-01-04
Tegund
Ritrýnt efni