Albert Jóhannesson og skrifararnir í Mikley

Handritamenning vesturfaranna

  • Katelin Parsons Háskóli Íslands
handrit síðari alda, handritamenning vesturfaranna, handritasamfélög, less see félagsleg iðja, ritmenning íslenskra innflytjenda í Kanada, Hecla Island (Mikley)

Útdráttur

Albert Jóhannesson (1847–1921) var íslenskur skrifari sem flutti til Vesturheims árið 1884. Tæplega áratug síðar settist hann að á Mikley (e. Hecla Island) í Manitoba og bjó þar til æviloka. Þrjú handrit í eigu Alberts hafa varðveist á íslandi: Lbs 3022 4to, Lbs 4667 4to og Lbs 3785 8vo. Aftur á móti skrifaði hann fjögur sagnahandrit í Vesturheimi sem öll hafa varðveist í Manitoba: Jóhannesson A (1889–1891), Jóhannesson B (1892+), Jóhannesson C (1900–1901) og NIHM 020012.3301 (1901–1910+).

Reynsla og ritvirkni Alberts er skoðuð í ljósi nýrra rannsókna um handrita- menningu síðari alda. Niðurstaða höfundarins er að Albert hafi haft aðgengi að fjölda íslenskra handrita í Vesturheimi en jafnframt að Albert hafi verið aðeins einn af nokkrum íslenskum skrifurum sem bjuggu í Mikley um aldamótin 1900. Handrit Alberts eru til vitnisburðar um að nýtt handritasamfélag eða tengslanet skrifara hafi myndast meðal íslensku vesturfaranna í Mikley vegna sérstakra aðstæðna þar í eynni. Færð eru rök fyrir því að skrif Alberts hafi verið leið til sjálfstjáningar eftir erfiða lífsreynslu, m.a. það að vera fórnarlamb mansals í Ameríku. Hann var óhræddur við að breyta sögulokum og þá sérstaklega til þess að sýna fram á það hvernig allslaust ungmenni getur sigrast á erfiðum aðstæðum.

Frelsi Alberts sem skrifara torveldar vissulega leitina að forritum hans. Þó erhægt að staðsetja kverið SÁM 35 sem eitt af forritum alberts. Í þessari grein ersýnt fram á að eigandi þess hafi verið Grímólfur Ólafsson (1827–1903). Lítið er vitað um skrifaramenningu íslensku vesturfaranna og útbreiðslu íslenskra handrita í Norður-Ameríku en greinin sýnir fram á mikilvægi þess að skoða einstaka skrifara í ljósi stærra tengslanets.

Útgáfudagur
2021-01-05
Tegund
Ritrýnt efni